spot_img
HomeFréttirHarden Volume 2

Harden Volume 2

Skór mánaðarins að þessu sinni eru Harden Volume 2 frá Adidas. Skórnir eru signature skór hjá James Harden, leikmanni Houston Rockets og verðandi MVP NBA tímabilsins í ár en hann spilar flesta leiki í þessum skóm.

Helsti kosturinn við þessa skó er að allur sólinn er úr boost botni, en ekki aðeins undir hælnum eins og margir aðrir Adidas skór sem eru með þessum botn. Það eru því fáir eða engir skór á markaðnum með jafn góða dempun og henta þeir því einstaklega vel fyrir þá sem vilja verja fætur og hné fyrir hnjaski. 

Á hliðunum á skónum eru fjölmörg göt fyrir reimarnar og því er hægt að reima og herða skóna eftir því hvað hver og einn vill. Við ökklann er gúmmi efni sem gerir það að verkum að “heel slip” er lítið sem ekkert þar sem ökklinn og fóturinn helst vel í skónum. 

 

Harden 2 – Svartir og Hvítir

Harden 2 – Ljósbláir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Miðherja

Fréttir
- Auglýsing -