spot_img
HomeFréttirHansel meistari í Kólumbíu

Hansel meistari í Kólumbíu

Hansel Atencia, leikmaður Hauka í Domino’s deild karla, varð í nótt meistari með liði Titanes de Barranquilla í Kolumbíu en hann fór þangað á lán þegar ljóst var að Domino’s deildin færi í óákveðna pásu. Er þetta þriðja árið í röð sem lið Titanes verður meistari. Í lokaleiknum, sem Titanes sigraði 61-75, spilaði Hansel í 23 mínútur og var með 13 stig og 4 stoðsendingar.

Næst á dagskrá hjá honum er landsliðsverkefni með kolumbíska landsliðinu og svo heldur hann af stað til Íslands að því loknu.

Fréttir
- Auglýsing -