spot_img
HomeFréttirHannibal enn í góðu formi (Umfjöllun)

Hannibal enn í góðu formi (Umfjöllun)

11:44

{mosimage}

Viggó Skúlason tekur fram skóna annað slagið. Hann hefur hætt körfuboltaiðkun að mestu, enda mikið að gera í vinnunni auk þess sem hann og kona hans eru barnmörg. 

 

Höttur tók á þriðjudag á móti liði FSu, Fjölbrautaskóla Suðurlands í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Eftir að Höttur hafði verið yfir í hálfleik sigldu FSu-menn yfir Hött í rólegheitum og sigruðu sannfarandi 80-93. FSu er í öðru sæti deildarinnar en Höttur í áttunda sæti eftir leikinn.

 

Þó að Hattarliðið hafi valdið vissum vonbrigðum í vetur spiluðu þeir ágætis leik og virtist betri stemming í liðinu en oft áður í vetur. Hannibal Guðmundsson 39 ára leikmaður Hattar hitti vel í fyrri hálfleik og virðist vera í fínu formi þrátt fyrir að vera langelsti leikmaður liðsins. Hann hefur spilað með Hetti meira eða minna frá því liðið sendi fyrst lið til þáttöku í Íslandsmótinu. Áður spilaði hann með liði ÚÍA og Grindavík.Stigahæstir í liði Hattar gegn FSu voru þeir Everard Bartlett, Ben Hill, Milos og Hannibal Guðmundsson. 

{mosimage}  

Hannibal Guðmundsson er ekki af baki dottinn þrátt fyrir að vera 39 ára gamall. 

Texti og myndir: Austurglugginn/Einar Ben Þorsteinsson

Fréttir
- Auglýsing -