spot_img
HomeFréttirHannes: Vonumst til að kvennaleikurinn fari fram 18. febrúar

Hannes: Vonumst til að kvennaleikurinn fari fram 18. febrúar

Enn er óljóst hvenær úrslitaleikur kvenna í Poweradebikarkeppninni getur farið fram þar sem aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur kæru til meðferðar þar sem framkvæmd viðureignar Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum keppninnar hefur verið kærð. Af þeim sökum eru ekki komnir leikdagar á undanúrslit keppninnar og ekki hægt að staðfesta hvort úrslitaleikurinn í kvennaflokki fari fram þann 18. febrúar næstkomandi, en þá fer karlaleikurinn fram. Karfan.is ræddi við Hannes Sigurbjörn Jónsson formann KKÍ og við inntum hann eftir því hvort hann teldi líklegt að úrslit í kvenna- og karlaflokki færu fram samdægurs.
,,Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ er með málið til meðferðar núna. Dagsetningin á karlaleiknum, 18. febrúar, stendur og við vonumst til að bikarúrslit kvenna fari einnig fram sama dag. Núna tökum við samt bara eitt skerf í einu, þegar aga- og úrskurðarnefndin hefur dæmt í málinu verður hægt að taka næstu skref."
 
Hvenær má búast við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar?
,,Nefndin hefur nokkra daga til að taka þetta fyrir en að sjálfsögðu vonumst við eftir niðurstöðu hið fyrsta en nefndin þarf að sjálfsögðu að fá sinn tíma til þess að taka málið fyrir."
 
  
Fréttir
- Auglýsing -