spot_img
HomeFréttirHannes: Við erum númer 24 í Evrópu af 40 löndum

Hannes: Við erum númer 24 í Evrópu af 40 löndum

FIBA Europe birti á dögunum flotta grein um uppgang íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik og þátttöku þess sem var að ljúka í undankeppninni fyrir EuroBasket 2017. Greinina má nálgast hér en Hannes S. Jónsson deildi eftirfarandi stöðuupfærslu hjá sér í gær með hlekk í greinina.

„Skemmtileg grein á vef FIBA um stelpurnar okkar en árangur stelpnanna í undankeppni EuroBasket2017 hefur vakið athygli enda stelpurnar okkar að ná flottum árangri. Núna eru þjóðir eins og Þýskaland, Litháen, Finnland fyrir neðan okkur í styrkleika eftir undankeppnina. Við erum númer 24 i Evrópu af 40 löndum sem senda lið í Evrópukeppnir, fyrir örfáum árum vorum við meðal neðstu þjóða. 33 þjóðir tóku þátt í undankeppni EuroBasket , Tékkland er gestgjafi og svo voru 6 þjóðir í EM smáþjóða. Danmörk og Noregur eru til dæmis tvær af 12 þjóðum innan FIBA Europe sem senda ekki kvennalið til keppni á EM né EM smáþjóða ( en hafa rétt á því að taka þátt í smáþjóðakeppninni).“

Fréttir
- Auglýsing -