spot_img
HomeFréttirHannes: Þurfum að standa fast í lappirnar!

Hannes: Þurfum að standa fast í lappirnar!

„Einhver lönd voru byrjuð að senda inn sínar athugasemdir og fleiri berast væntanlega á næstu dögum og það hafa mikil samskipti átt sér stað síðustu daga,“ sagði Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og stjórnarmaður FIBA Europe þegar Karfan.is falaðist eftir viðbrögðum frá honum við þeim stórmálum sem nú hafa komið upp í evrópskum körfuknattleik. Eins og við greindum frá í gær eru stórþjóðir mögulega á leið út í kuldann, á leið í bann á vegum FIBA Europe sem þýðir að þau verði ekki í Evrópukeppni og missi af Ólympíuleikunum í Ríó en við erum að tala um þjóðir á borð við Spán og Serbíu!

Sjá frétt Karfan.is um málið

 

Frestur þjóðanna til þess að sýna fram á að tengsl þeirra við Euroleague rann út í gær og viðurlögin sem FIBA Europe setur þjóðunum eru að fullu studd af heimssambandi FIBA tjáði Hannes Karfan.is. 

 

„Ég held að menn hafi ekki áttað sig á alvörunni í þessu fyrr en bréfin fóru út og málið fór að komast í hámæli í fréttum laust fyrir síðustu helgi. Sum löndin hafa örugglega ekki trúað því að FIBA Europe myndi taka jafn fasta afstöðu í málinu,“ sagði Hannes en allt útlit er fyrir að FIBA Europe hafi fengið sig fullsatt af Euroleague og framgangi einkafyrirtækisins síðustu tvo áratugi eða síðan 2000 þegar Euroleague varð til og dró til sín alla stærstu klúbbana í einkakeppni félagsliða. 

 

„Við vissum að það yrðu einhverjir sem ekki yrðu sáttir við þessar aðgeðir en við þurfum að standa fast í lappirnar! Fyrst ákvörðunin var tekin ( insk. blm: að fara í mál við Euroleague og setja upp þessi viðurlög) þá verðum við að standa saman í eitt skipti fyrir öll til að sameina Evrópukeppnifélagsliða undir einum hatti FIBA Europe. Það skiptir höfuðmáli að einkaaðilar séu ekki að taka risavaxinn hluta út úr hagnði heillar hreyfingar án þess að leggja nokkuð til grunnstoðanna.“

Fréttir
- Auglýsing -