spot_img
HomeFréttirHannes segir spennandi verkefni framundan fyrir íslenska landsliðið "Trúum því og treystum...

Hannes segir spennandi verkefni framundan fyrir íslenska landsliðið “Trúum því og treystum að ÍSÍ muni breyta sínu regluverki”

Íslenska karlalandsliðið lauk keppni í gærkvöldi í undankeppni HM 2023 með grátlegum þriggja stiga sigri gegn Georgíu í Tíblisi, en til þess að komast á lokamótið hefði liðið þurft að vinna með fjórum stigum eða fleiri.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Karfan spjallaði við formann KKÍ Hannes Jónsson eftir leikinn um undankeppnina og hvað væri framundan hjá íslenska liðinu. Þar nefndi Hannes tvö verkefni sem fara af stað á þessu ári, en í báðum þeirra hefur góður árangur liðsins í undankeppni HM 2023 mikil áhrif á framvindu mála.

Í fyrsta lagi er um að ræða undankeppni Ólympíuleikana 2024 sem fram fer nú í ágúst, en Ísland hefur aldrei áður unnið sér þátttökurétt í þeirri keppni, þrátt fyrir að vissulega hafa skráð liðið í þá keppni síðast fyrir um þremur áratugum. Hinsvegar er það riðlakeppni undankeppni EuroBasket 2025 sem sem fer af stað í nóvember, sem liðið fer beint í, en fyrir þær síðustu hefur liðið þurft að fara í gegnum forkeppnir fyrir þá undankeppni. Með tilliti til þess nefnir Hannes þá breytingu sem þarf að eiga sér stað í regluverki ÍSÍ sem nú fyrir áramótin setti sambandið í B flokk og þar með framtíð landsliða Íslands á sama tíma í algjört uppnám.

Þá ræðir Hannes stöðu þeirra Craig Pedersen, Hjalta Vilhjálmssonar og Baldurs Ragnarssonar sem þjálfara liðsins, en samkvæmt honum munu þeir vera áfram með liðið.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -