12:46
{mosimage}
(Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ)
Magnaður körfuboltavetur er að baki og jafnan hefur KKÍ haft þann háttinn á að ljúka honum með glæstu lokahófi og í fyrra mætti fjöldi manns á frábært lokahóf. Karfan.is náði tali af Hannes Sigurbirni Jónssyni formanni KKÍ en hann segir mikinn metnað jafnan lagðan í lokahófið.
Þú ert væntanlega orðinn spenntur fyrir lokahófinu?
Já, ég er mjög spenntur, hef reyndar beðið spenntur frá því að lokahófinu okkar lauk í Stapanum í fyrra því það tókst svo vel hjá okkur og í fyrsta sinn í sögunni held ég að uppselt hafi verið hjá okkur á lokahófið.
Er lokahófið fyrir alla í körfunni?
Já tvímælislaust, þetta er lokahóf okkar allra í körfuboltanum, stjórnarmanna, leikmanna, dómara, þjálfara, og í öllum deildum okkar ekki bara efstu deildar, þetta er lokahóf allra sem hafa áhuga á körfunni. Við komum saman og njótum kvöldsins í frábærum félagsskap þar sem körfuboltinn sameinar okkur öll.
Eykst metnaðurinn jafnt og þétt hjá KKÍ fyrir hófinu?
Við sem höldum utanum stjórnartaumana núna hjá sambandinu leggjum mikinn metnað í allt okkar starf og þar er lokahófið engin undantekning, eins og ég sagði hér að ofan þá er lokahófið fyrir alla körfuboltáhugamenn og það á vera lokapunkturinn á keppnistímabilinu hverju sinni hjá öllum og við viljum sjá fólkið í hreyfingunnikoma saman og gera sér glaðan dag og skemmta sér saman áður en farið er í sumarfrí.
Eitthvað að lokum varðandi hófið?
Ég hlakka bara til að sjá sem flesta úr körfuboltaheiminum á laugardaginn á Broadwayog ef einhverjir sem lesa þetta spjall hafa ekki keypt sér miða þá hvet hina sömu til að fara á broadway.is og kaupa miða og eiga frábært lokahóf með okkur.



