spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHannes kjörinn í stjórn FIBA Europe - Garbajosa formaður

Hannes kjörinn í stjórn FIBA Europe – Garbajosa formaður

Hannes S Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í dag kjörinn í stjórn Evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe, á þingi sambandsins í München.
Hannes er nýtekinn við sem framkvæmdastjóri KKÍ eftir langa og farsæla tíð á formannsstóli sambandsins.

Við sama tilefni var Spánverjinn Jorge Garbajosa, fyrrum leikmaður Toronto Raptors, kjörinn formaður sambandsins. Garbajosa hefur verið formaður spænska körfuknattleikssambandsins frá árinu 2016. Gælunafn Garbajosa á ferli hans í NBA deildinni verður ekki haft eftir hér, en áhugasamir geta kynnt sér það á öllum helstu leitarvélum.

Fréttir
- Auglýsing -