spot_img
HomeFréttirHannes í stjórn FIBA Europe

Hannes í stjórn FIBA Europe

Nú stendur yfir þing FIBA Europe, evrópska körfuknattleikssambandsins. Í dag var kjörinn nýr forseti og ný stjórn. Turgay Demiral var kjörin forseti og fékk hann 40 atkvæði af 50. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ var kjörin í stjórn FIBA Europe en hann var einn 35 einstaklinga sem buðu sig fram í 23 sæti. 
 
 
Norðurlöndin munu eiga 4 fulltrúa í stjórn FIBA EUROPE þar sem fulltrúar þeirra norðurlanda sem buðu sig fram náðu allir kjöri. 
 
Ólafur Rafnsson var forseti FIBA  Europe þegar hann lést 19.júní síðastliðinn og í gær föstudag samþykkti þingið að Ólafur yrði gerður að heiðursfélaga FIBA Europe. Af því tilefni er Gerður Guðjónsdóttir ekkja Ólafs og börn þeirra stödd á þinginu og munu þau taka við heiðursnafnbót Ólafs í sérstöku hófi í kvöld.
 
Frá þessu er greint í tilkynningu frá KKÍ
  
Fréttir
- Auglýsing -