spot_img
HomeFréttirHannes: Búið að vera stórkostlegt ævintýri

Hannes: Búið að vera stórkostlegt ævintýri

Karfan TV greip Hannes S. Jónsson í viðtal í Mercedes Benz Höllinni á viðureign Þýskalands og Spánar. Hannes segir  að EuroBasket í Berlín sé búið að vera stórkostlegt ævintýri og að hamingjuóskunum rigni inn héðan og þaðan. Hannes sagði marga gáttaða á frammistöðu Íslendinga á stóra sviðinu og að viðmælendur hans spyrji sig hvað sé í raun að gerast í íslensku íþróttalífi. Þá kvað formaðurinn það gríðarlega mikilvægt að séð verði til þess að þetta ævintýri haldi áfram á sömu braut. Aðspurður um leikinn gegn Tyrkjum var hann þess fullviss að nú myndi fyrsti sigur okkar Íslendinga koma í mótinu!

 

Fréttir
- Auglýsing -