Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions máttu þola tap í kvöld fyrir Southern New Hampshire í bandaríska háskólaboltanum, 61-72.
Eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins hafa Lions unnið einn og tapað tveimur.
Á 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Hanna 6 stigum, 6 fráköstum, 3 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.
Næsti leikur Hönnu og Lions er þann 23. nóvember gegn Saint Thomas Aquinas College.
- ESPN Player mun sýna yfir 2000 leiki í vetur
- Fylgstu með með því að gerast áskrifandi hér: https://bit.ly/ESPNKarfan
- Öllum nýjum áskriftum fylgir 7 daga frí prufa
- ESPN Player smáforritið er aðgengilegt á spjaldtölvum, símum og Android Tv
- ESPN Player er aðeins á ensku