spot_img
HomeFréttirHanna á ný með Haukum

Hanna á ný með Haukum

16:50 

{mosimage}

 

 

Hanna Hálfdánardóttir er komin aftur á ról með Íslands- og bikarmeisturum Hauka en hún hefur verið lengi frá sökum meiðsla í baki en hún er á meðal sterkustu leikmanna í íslenska boltanum. ,,Ég var greind með útbungu á milli 2. og 3. lendarliðs í mjóbakinu og það gæti endað með því að ég þyrfti að fara í aðgerð en ég vil helst ekki gera það því þá gæti þetta orðið að vítahring hjá mér,” segir Hanna í viðtali við Víkurfréttir í Hafnarfirði í dag.

 

Hanna lék sinn fyrsta leik í langan tíma þegar hún kom inn á í öðrum leik Hauka og ÍS fyrir skemmstu en þá lék hún aðeins í eina mínútu. Hanna gerði 4,4, stig að meðaltali í leik með Haukum á síðustu leiktíð og var eitt traustasta akkeri liðsins í vörninni. Nú reynir hún endurkomu í þéttskipað Haukalið og vonast til þess að geta aðstoðað vinkonur sínar í titilvörninni.

                       

,,Mér finnst leiðinlegt að sitja á bekknum og vera ekki í búning og vil bara fá að vera með. Ég get örugglega gert eitthvað gagn og er mikill liðsmaður. Við í Haukum erum alls ekki orðnar saddar,” sagði Hanna sem stefnir að því að nota sumarið vel til að vinna úr meiðslum sínum.

 

Hanna er elst sjö systkina sem öll eru smituð af körfuboltabakteríunni en ein systir hennar hefur þegar látið að sér kveða með meistaraflokki Hauka en það er Bára Hálfdánardóttir.

 

Unnið upp úr frétt í Víkurfréttum í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi – www.vikurfrettir.is

 

Mynd: Hans Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -