Hamid Dicko hefur skrifað undir samning við lið ÍR og mun spila með Breiðhyltingum þar sem lifir tímabilsins. Þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við Karfan.is í dag. Hamid kvaðst ánægður með að vera kominn til ÍR og kveðst spenntur. “Þjálfarinn bauð mér á æfingu og eftir það sagðist hann vilja hafa mig áfram í vetur hjá ÍR. Ég geri bara það sem ég get gert og til mín er ætlast til að hjálpa liðinu.” sagði Hamid í snörpu viðtali við Karfan.is frá London þar sem hann fagnar þrítugs afmæli sínu. Hamid kemur til með að spila með ÍR sem íslendingur samkvæmt reglugerð frá árinu 2013
Hamid spilaði með liði Vals tímabilið 2011-2012 og skoraði 5 stig og sendi 3 stoðsendingar á leik með þeim.



