spot_img
HomeFréttirHamarsstúlkur enn taplausar

Hamarsstúlkur enn taplausar

21:00

{mosimage}

Leik Vals og Snæfells í Iceland Express deild kvenna er nú lokið og sigruðu Valsstúlkur 52-47. Hamarsstúlkur eru enn taplausar eftir sigur á Grindavík í Grindavík eftir framlengdan leik, 80-83.

Julia Demirer átti stórleik og skoraði 37 stig og tók 20 fráköst en Petrúnella Skúladóttir skoraði mest Grindavíkurstúlkna eða 24 stig. Hamarsstúlkur leiddu lengst af leiknum en Grindavíkurstúlkur komust yfir í lok venjulegs leiktíma. Þær leiddu með 1 stigi þegar 2 sekúndur voru eftir og La Kiste Barkus fékk 2 víti, hún skoraði úr fyrra en klikkaði á seinna og því framlengt.

Í Vodafonehöllinni var Signý Hermannsdóttir atkvæðamest Valsstúlkna með 15 stig og 21 frákast en Detra Ashley skoraði 16 stig fyrir Snæfell auk þess að taka 18 fráköst.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -