spot_img
HomeFréttirHamarsstúlkur einar á toppnum

Hamarsstúlkur einar á toppnum

20:53

{mosimage}

Úr leik Grindavíkur og Vals í kvöld

Nú er lokið þremur af leikjum kvöldsins og unnust þeir allir á heimavelli, Hamarsstúlkur er nú einar á toppi deildarinnar eftir 95-34 sigur á Fjölni, Grindavík vann Val í spennuleik 46-44 og Haukar unnu Snæfell í Hafnarfirðinum, 80-63 . Keflavíkurstúlkur unnu svo KR 72-60 í Keflavík.

Petrúnella Skúladóttir reyndist hetja Grindavíkur með sigurkörfu þegar 6 sekúndur voru eftir en Lovísa Guðmundsdóttir hafði jafnað skömmu áður. Ólöf Pálsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir voru stigahæstar Grindavíkur stúlkna með 12 stig hvor en Kristjana Magnúsdóttir skoraði 15 fyrir Val.

Í Hafnarfirðinum var í raun aldrei spurning um hvort liðið myndi sigra en Slavica Dimovska var stigahæst heimastúlkna með 25 stig og Sara Andrésdóttir skoraði mest Snæfellstúlkna með 16 stig.

Fréttir
- Auglýsing -