21:38
{mosimage}
Hamarsmenn tóku á móti Hetti í dag og höfðu að lokum sigur 95 – 51. Leikurinn byrjaði frekar jafnt og liðin skiptust á körfum. Um miðbik fyrsta leikhluta fór að aukast bilið á milli liðanna en þá breyttu Hamarsmenn stöðunni úr 7 – 7 í 22 – 11. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 27 – 14 og sóknarleikur Hamars var mjög góður í fjórðungnum. Hamarsmenn komu í annan fjórðung algjörlega andlausir og virtust sannfærðir um að ágætis fyrsti leikhluti myndi tryggja liðinu sigur. En þeir skoruðu sína fyrstu körfu þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Leikhlutann vann Höttur með 18 stigum gegn 14 og því staðan í hálfleik 41 – 32.
Eitthvað hefur Ágúst Björgvinsson sagt við sína menn í hálfleik því heimamenn komu dýrvitlausir til síðari hálfleiks og pressuðu allan völlinn. Gestirnir að austan vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið og Hamarsmenn gengu á lagið og skoruðu hverja körfuna á eftir annarri. Þriðji leikhlutinn var lykillinn að sigri heimamanna en liðsvörnin var mögnuð og allir börðust fyrir hvorn annan. Heimamenn unnu fjórðunginn með 37 stigum gegn 11 og staðan var 78 – 43. Í síðast fjórðung fengu allir leikmenn að spreyta sig og lítið var skorað en leikhlutinn fór 17 – 8 og lokaúrslit 95 – 51.
Það sem skilaði sigri Hamarsmanna var frábær liðsvörn í þriðja leikhluta, en vörnin skilaði mörgum auðveldum hraðupphlaupsstigum. Bestu menn hjá Hamri voru einsog oft áður Marvin Valdimarsson, Jason Pryor og Svavar Páll Pálsson, einnig voru Bragi Bjarnason, Ari Gunnarsson og Oddur Ólafsson frískir. Marvin skoraði 34 stig, hirti 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar, honum næstur kom Jason með 14 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Svavar var með 13 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar, einnig má til gamans geta að hann skoraði úr öllum þrem þriggja stiga tilraunum sínum. Hjá gestunum voru þeir Bayo Arigbon og Ragnar Ólafsson allt í öllu og því miður fyrir þá náðu þeir Björgvin Gunnarsson og Sveinbjörn Skúlason sér ekki á strik.
Tölfræði leiksins
Myndir: Sævar Logi Ólafsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



