spot_img
HomeFréttirHamarsmenn semja við Andre Dabney

Hamarsmenn semja við Andre Dabney

7:00

{mosimage}

Liðin í Iceland Express deild karla eru nú hvert á fætur öðru að klára samninga við erlenda leikmenn. Nú hafa Hamarsmenn náð samkomulagi við leikstjórnandann Andre Dabney.

Dabney þessi er leikstjórnandi sem lék með Bloomfield skólanum í NCAA II deildinni þar sem hann skoraði 24,6 í leik á lokaári sínu og gaf 3,6 stoðsendingar en síðastliðinn vetur lék hann í Argentínu með Olimpico.

Ágúst Björgvinsson þjálfari Hamars sagði í samtali við Karfan.is að hann sé búinn að vera lengi í sambandi við Dabney og var að spá í að fá hann síðasta sumar. Hann er því spenntur að sjá kappann í íslenska boltanum en hann er mjög snöggur, getur skorað og búið til fyrir samherjana eins og Ágúst orðaði það.

Karfan.is heyrði líka í Dabney þar sem hann var staddur á æskuslóðunum í Plainfield í New Jersey. Aðspurður um við hverju hann byggist með Hamri sagðist hann ekki þekkja til í íslenskum körfubolta en hann vonaðist til að vera í sigurliði og að hann yrði trausti leikmaðurinn sem myndi gera samherjana betri.

[email protected]

Mynd: www.caccathletics.org

Fréttir
- Auglýsing -