spot_img
HomeFréttirHamarsmenn fóru nokkuð létt með hrædda Valsmenn (Umfjöllun)

Hamarsmenn fóru nokkuð létt með hrædda Valsmenn (Umfjöllun)

23:34

{mosimage}

Valsmenn tóku á móti Hamarsmönnum í Lýsingarbikarnum fyrr í kvöld í Vodafonehöllinni.  Valsmenn, eins og landanum er eflaust kunnugt spilar í 1. deild en Hamarsmenn leika í Iceland Express deildinni og því mátti búast við erfiðum leik fyrir heimamenn.  Ágúst Björgvinsson þjálfari Hamars mætti því í kvöld í fyrsta skiptið Val síðan hann hóf þjálfaraferil sinn þar aðeins 16 ára.  Valsmenn byrjuðu þó af miklum krafti og komust í stöðuna 11-2 eftir tæpar 3 mínútur en eftir það var leikurinn eign Hamarsmanna. 

Eftir fyrsta leikhluta var staðan 16-19.  Í hálfleik var Hamar kominn með 15 stiga forskot, 36-51.  Forskotið var svo komið upp í 20 stig eftir þriðja leikhluta 50-70 en Valsmenn réttu sinn hlut aðeins í þeim seinasta og 12 stiga sigur Hamarsmanna varð raunin, 78-90.  Stigahæstir hjá Hamarsmönnum voru Bojan Bojovic með 25 stig og 11 fráköst, George Byrd með 22 stig, 18 fráköst og 6 varin skot og Marvin Valdimarsson með 20 stig og 10 fráköst.  Hjá Val var Ragnar Gylfason stigahæstur með 17 stig, 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta.  Næstir voru Hörður Hreiðarsson með 14 stig  og Sigurður Tómasson með 13 stig.   

{mosimage}

Eins og áður kom fram byrjuðu Valsmenn leikinn af krafti og vottaði fyrir vanmati hjá Hamarsmönnum sem mættu ekki til leiks fyrr en eftir 3 mínútur.  Eftir að hafa lent 11-2 undir fóru Hamarsmenn að spila vörn og jöfnuðu leikinn í 12-12 eftir 7 mínútur og komust svo í fyrsta skiptið yfir í stöðunni 16-17 þegar rétt rúm mínúta lifði á leikklukkunni.  Hamarsmenn skoruðu svo seinustu 2 stigin í fyrsta leikhluta og leiddu því með 3 stigum, 16-19. 

Í öðrum leikhluta héldu Hamarsmenn áfram að bæta við forskotið og var munurinn kominn í 8 stig eftir 2 mínútur, 17-25.  Valsmenn réðu lítið við sóknarleik Hamarsmanna og áttu ekki roð í stóra þríeykið Bojan, Marvin og Byrd.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður var forskotið komið í 11 stig, 25-36.  Hamarsmenn bættu aðeins við forskotið og leikur Valsmanna var vægast sagt undir standard.  Þegar hálfleiksflautan gall var munurinn orðinn 15 stig og fátt benti til annars en stórsigurs Hamarsmanna.  Byrd var virkilega sterkur undir körfunni og varði 4 skot í fyrri hálfleik og lokaði á allar sóknartilraunir Valsmanna nálægt körfunni.   

{mosimage}

Það breyttist lítið í gangi leiksinns í þriðja leikhluta en Hamarsmenn héldu áfram að hirða fráköstin og juku þannig jafnt og þétt við forskot sitt.  Hamarsmenn náðu mest 21 stig forskoti þegar rúm mínúta var eftir að leikhlutanum en þá tóku Nalsmenn leikhlé og stappaði Rob Hogdson þjálfari Vals stálinu í sína menn.  Leikhlutinn endaði þó með 20 stiga forskoti Hamars, 50-70. 

Leikmenn Vals bættu sinn hlut aðeins í fjórða leikhluta og fóru þar Rangar Gylfason og Hörður Hreiðarson fyrir flokknum sem var þó langt frá því að vera nóg.  Valsmenn skoruðu fyrstu 6 stigin á tveimur mínútum en þá tók Ágúst þjálfari Hamarsmanna leikhlé og lét sína menn heyra það.  Eftir það var leikurinn nokkuð jafn en munurinn á liðunum var 11 stig þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum, 66-77.  Það var þó aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi og héldu Hamarsmenn haus það sem eftir var, 12 stiga sigurinn því staðreynd,78-90, og fyrsti sigur Ágústs með Hamarsmenn kominn í hús.

{mosimage}

Leikur Hamarsmanna var þrátt fyrir gang leiksinns langt frá því að vera sannfærandi og segja mætti að þríeykið fyrrnefnda hafi unnið leikinn uppá sitt einsdæmi en þeir skora samanlagt einu stigi minna en allt valsliðið eða 77 stig.  Samanlagt taka þeir líka 39 fráköst sem verður að teljast ótrúlegir yfirburðir, en Hamarsliðið tók 48 fráköst í leiknum.  Valsliðið spilaði einnig langt undir getu og virtust á tímabili einfaldlega vera skíthræddir við stóra bróðir úr úrvalsdeild.  Það var því ekki að sjá á Valsliðinu að þeir hafi mikið að gera uppí úrvalsdeild með svona spilamennsku.  Þó svo að þeir hafi staðið í Hamar í seinasta leikhluta hafa þeir ennþá ekki sýnt að þeir geti spilað heilan leik af fullum krafti.  Það er rétt að taka það fram að Chris Walls spilaði ekki með Valsmönnum þrátt fyrir sögusagnir um slíkt.  

Texti: Gísli Ólafsson 

Myndir: [email protected]

 

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -