spot_img
HomeFréttirHamarinn frá Akron gerði út um vonir Houston Rockets - Lakers komnir...

Hamarinn frá Akron gerði út um vonir Houston Rockets – Lakers komnir í úrslit Vesturstrandar

Einn leikur fór fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.

Los Angeles Lakers sigruðu lið Houston Rockets með 119 stigum gegn 96 í fimmta leik liðanna. Með sigrinum fara Lakers áfram í úrslit Vesturstrandarinnar en Houston Rockets hafa lokið keppni þetta tímabilið. Lakers mun mæta sigurvegara einvígis LA Clippers og Denver Nuggets í úrslitum Vesturstrandarinnar, en Clippers leiða þá seríu með 3 sigrum gegn 2.

Atkvæðamestur fyrir Lakers í nótt var LeBron James með 29 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Líkt og svo oft áður í þessari seríu var sá eini sem gat eitthvað í liði Rockets James Harden, en hann skilaði 30 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Lakers og Rockets:

https://www.youtube.com/watch?v=aQq-xVC6-e8

Úrslit næturinnar

Los Angeles Lakers 119 – 96 Houston Rockets

Lakers far áfram í næstu umferð 4-1

Fréttir
- Auglýsing -