Íþróttafélag Hamars hefur fest kaup á búnaði til útsendinga á kappleikjum og viðburðum hjá deildum félagsins og var tilraunaútsending frá leik Hamars og Hauka í Dominos deild kvenna um daginn og gekk vel.
Næstu leikir í körfunni verða sendir út en það er Hamar-KR í Dominosdeild kvenna og Hamar-Tindastóll í 1.deild karla en þessir leikir eru á miðvikudag og fimmtudag og byrja báðir kl. 19.15.
Rétt að hvetja fólk áfram til að mæta og hvetja sín lið en þeir sem ekki komast af einhverjum ástæðum þá er þetta kærkominn möguleiki á að sjá leiki úr Frystikistunni.
Hér er linkurinn inn á HamarTV



