spot_img
HomeFréttirHamar tryggði tilveru sína í úrvalsdeild

Hamar tryggði tilveru sína í úrvalsdeild

Hamar – Breiðablik í gærkvöldi í Domino´s deild kvenna og nauðsynlegur sigur varð að vinnast hjá Blikastúlkum til að auka vonina um áframhaldandi veru í efstu deild.
 
 
 
Gestirnir lentu undir 6-2 en eftir það litu þær ekki við og tóku frumkvæðið svo um munaði, leiddu 16-24 eftir fyrsta leikhluta og náðu mest 16 stiga forustu í 2.leikhluta. Hamarskonur sem voru frekar fámennar í gær gáfu aðeins í síðustu 4 mínútur fyrir te-pásu og í hálfleik munaði aðeins 3 stigum á liðunum en Blikar enn með forustu 37-40.
 
 
Í 3. og 4. leikhluta halda þær grænklæddu forystunni og hafa þetta 2-7 stig en alltaf komu heimastúlkur aftur og þegar Hamar loksins jafnar í 59-59 setur Berglind Karen tvo þrista í röð. Hér lifði aðeins rúmar 5 mínútur leiks. Þórunn setur þrist og Heiða þarf líka að sýna listir sínar utan 3ja stiga línunnar og jafnar 65-65. Þórunn kemur svo Hamri yfir í fyrsta sinn síðan snemma leiks með þrist og um 3 mínútur eftir. Eftir þetta var sem Blikarnir missi smá taktinn og 4 næstu stig eru Hamars, af vítalínunni. Breiðablik má þó eiga að þær hættu ekki fyrr en lokaflautið gall en uppskáru sannarlega ekki miðað við baráttuandann sem var í liðinu. 79-71 lokatölur.
 
 
Blikar hafa sett mark sitt á deildina þó úrslitin hafi ekki alltaf fallið með þeim líkt og í kvöld og má þar etv. kenna um skort á reynslu en hún ætti sannarlega að vera komin eftir veturinn. Vonin er ekki úti en Breiðablik á eftir að mæta KR og þannig að miði er sannarlega möguleiki þó svo að líkurnar hefðu verið meiri með sigri í kvöld. Hamarskonur tryggðu sig hinsvegar sem áframhaldandi efstu-deildar lið með sigrinum.
 
 
Lokatölur 79-71 en eitthvað fór tölfræðin í flækju og eitthvað skrítin eins og er en verður væntanlega lagað. Miðað við tölfræðina (smá fyrirvari) þá voru atkvæðamestar hjá Hamri Sidnei Moss með 32 stig/10 fráköst, Þórunn 17 stig og Heiða B. með 15 stig. Hjá Blikum var Arielle með 21 stig/11 fráköst og Aníta Rún með 13 stig.
 
 
Umfjöllun/ Anton Tómasson
Mynd úr safni/ Moss hjó nærri þrennunni í liði Hamars
Fréttir
- Auglýsing -