spot_img
HomeFréttirHamar/Þór meistari 3. deildar 10. flokks drengja

Hamar/Þór meistari 3. deildar 10. flokks drengja

Hamar/Þór varð um helgina meistari 3. deildar 10. flokks drengja eftir sigur á b liði Vals í úrslitaleik, 88-71. Hamar/Þór leiddi allan leikinn og sigldu að lokum öruggum sigri í hús. Halldór Benjamín Halldórsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 17 stigum, 19 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu ásamt þjálfara sínum Halldóri Karli Þórssyni.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -