spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHamar-Þór lagði Stjörnuna í æsispennandi leik í Þorlákshöfn

Hamar-Þór lagði Stjörnuna í æsispennandi leik í Þorlákshöfn

Þá lagði sameinað lið Hamars og Þórs lið Stjörnunnar í fyrstu deild kvenna, 77-74. Með sigrinum færist Þór/Hamar upp í annað sæti deildarinnar, með tvo sigra og eitt tap eftir þrjá leiki. Leikurinn var sá fyrsti sem Stjarnan lék í vetur.

Gangur leiks

Bæði lið hafa að skipa ungum og skemmtilegum liðum og leikurinn var stórskemmtilegur og æsispennandi. Liðin skiptust á að leiða en hvorugu liðinu tókst að hrista hitt af sér. Að lokum reyndust heimastúlkur sterkari og náðu að kreista fram sigur á lokamínútunni. 77-74 sigur Hamars Þórs í skemmtilegum leik í Höfninni.

Atkvæðamestar
Í liði HamarsÞórs var Fallyn Stevens hreint út sagt frábær með 34 stig, Gígja Marín Þorsteinsdóttir var með 13 stig og Hrafnhildur Magnúsdóttir var með 10 stig.

Í liði Stjörnunnar var Alexandra Eva með 20 stig, Bergdís Lilja Þorsteindóttir var með 14 og hin 14 ára bráðefnilega Jana Falsdóttir var hreint út sagt mögnuð og skilaði 16 stigum.

Staðan í fyrstu deildinni

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Ottó Rafn

Viðtöl / Heiðar Snær

Fréttir
- Auglýsing -