spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHamar/Þór lagði Ármann í Þorlákshöfn

Hamar/Þór lagði Ármann í Þorlákshöfn

Hamar/Þór lagði Ármann 87-81 í síðasta heimaleik þeirra í Icelandic Glacial höllinni í 1.deild kvenna í kvöld. Fyrir leik var ljóst að hvorugt liðið væri að fara í úrslitakeppni eða að fara að falla og því leikið meira uppá heiðurinn. Þessi leikur bauð uppá allan skalan. Allt frá stórum áhlaupum útí þristaregn sem endaði svo á naglbít í restina.

Byrjunnarlið

Hamar/Þór: Hildur, Emma, Jóhanna, Yvette, Jenna

Ármann: Þóra, Schekinah, Jónína, Telma,Hildur

Gangur leiks

Hamar/Þór vann fyrsta leikhluta örugglega 30-19 en þær hittu einstaklega vel fyrir utan og leit allt útfyrir að þær væru að fara að sigla þessu létt heim. Ármann stelpurnar byrjuðu annan leikhluta á 17-2 áhlaupi sem Hamar/Þór svaraði með 13-0 áhlaupi og fyrri hálfleikur endaði 53-43 fyrir heimastúlkum.  Hamar/Þór voru að hitta 64% á móti 36% hjá Ármann í fyrri hálfleik þar af voru Hamar/Þór 5 af 9 í þriggja stiga

Seinni hálfleikur var svo allt annar og miklu jafnari og mátti sjá smá úrlitakeppnisbrag á leiknum. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi þar sem Ármann minnkaði muninn niður í tvö stig og hvorugt liðið skoraði í einhverjar 2-3 mínútur. Ármann náði svo loks að jafna leikinn þegar mínúta var eftir en þá kom karfa frá Hamar/Þór sem svo sigldi þessu heim af vítalínunni 87-81.

Atkvæðamestar

Hamar/Þór: Jenna 26 stig. 10 fráköst. 5.stoð. Emma 23 stig. 7 fráköst. 4 stoð. Yvette 19 stig. 16 fráköst.

Ármann: Schekinah 21 stig. 17 fráköst. Elfa 20 stig.  Jónína 17 stig 10 fráköst 4 stolnir boltar.

Eftir leik

Þessi leikur var frábær skemmtun og góð auglýsing fyrir 1.deild kvenna og augljóst að við eigum mikið af góðum körfuboltakonum.  Það er vert að fylgjast með báðum þessum liðum næsta vetur því það er mikið efni þarna á ferðinni og ekkert sem bendir til annars en að bæði lið verði í toppbaráttu 1.deildar næsta vetur.

Hamar/Þór er með flottan kjarna í Emmu, Gígju, Jóhönnu, Hildi og svo má lengi telja auk Sigrúnar sem hefur glímt við meiðsli og raun allt liðið því meðal aldurinn er ekki hár. Það eina sem stoppar þær er sjálstraust og reynsla sem verður nóg af næsta tímabil. Þið lásuð það fyrst hér að Hamar/Þór fer upp um deild eftir tímabilið 23/24.

Alveg sama með Ármann sem hafa verið óheppnar með meiðsli í vetur eru með betra lið en taflan sínir og var gaman að sjá kraftinn í Jónínu sem smitaði frá sér í lið Ármanns og er þar mikill leiðtogi á ferð. Ármann er með flotta uppbýggingu í gangi og verður spennandi að sjá þeir næsta vetur og er spá eins að þær fara upp líka.

Frábært starf unnið hjá bæði Hamar/Þór og Ármann.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -