spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHamar/Þór hélt drauminum lifandi með sigri gegn Tindastóli

Hamar/Þór hélt drauminum lifandi með sigri gegn Tindastóli

Hamar Þór hafði betur gegn Tindastóli í dag í fyrstu deild kvenna, 80-76. Eftir leikinn er Hamar/Þór í 5. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan að Tindastóll er sæti ofar, í 3.-4. sætinu með 16 stig líkt og Aþena.

Fyrir leik

Hamar/Þór fékk Tindastól í heimsókn í frystikistuna í Hveragerði í mikilvægum leik.

Ef Hamar/Þór vinnur halda þær draumnum um úrslitakeppni lifandi en þær eru í fimmta sæti fyrir leikinn með 10 stig og eiga leik inni á móti ÍR. Tindastóll er í fjórða sæti með 16 stig eins og Aþena sem eru í 3.-4. sætinu. Tindastóll nær að loka sæti í úrslitakeppni með sigri. Lið Tindastóls lagði snemma af stað til að ná leiknum og var nánast öllum vegum lokað á eftir þeim á leiðinni suður.

Gangur leiks

Hamar/Þór byrjaði betur og tóku fyrsta leikhluta 30 – 8. Þær hittu vel og spiluðu góða vörn á meðan Tindastóls stúlkur hittu illa líkt og þær væru allar með náladoða í höndunum eftir rútuferðina suður. Þetta var ansi djúp hola sem þær voru komnar í. Gestrirnir náðu að koma til baka og unnu annan leikhlutann 15 – 21, en staðan var 45-28 þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik. Athygli vakti að Tindastóll var 1 af 17 í þriggjastiga í fyrri hálfleik.

Eftir hlé hélt Tindastóll áfram að saxa á forskot Hamar/Þórs og unnu þann leikhluta 16 -22. Fjórði leikhluti var svo fyrir allan peninginn. Minnst náðu gestirnir að komast í 3 stig en brekkan eftir fyrsta leikhluta var of brött og Hamar/Þór silgdi þessum heim að lokum 80 – 76

Atkvæðamestar

Hamar/Þór: Thomas 27 stig 8 frk. Emma 20 stig

Tindastóll: Vida 29 stig 21 frk. Okoro 22 stig.

Kjarninn

Gott framlag frá Hildi Gunnsteinsdóttir og Kristrúnu Rikeyju skipti gríðarlegu máli fyrir Hamar/Þór. Kristrún spilaði fantavörn á besta leikmann Tindastól Emese Vida. Auk þess sem Aniya Thomas leiddi í stigaskori Hamar/Þórs með 27 stig og Emma var með 20 stig. Einnig kom glögglega í ljós að Tijana Raca, sem kom inní liðið í síðasta leik, er reynslumikill leikmaður sem þær gátu treyst á í lokinn þegar hún setti mikilvæg stig í fjórða leikhluta. En það er það sem Hamar/Þór hefur vantað uppá í sinn unga hóp, reynsla, en Hamar/Þór á góðan bunka af leikmönnum yngri landsliða Íslands.

Frábær endurkoma Tindastóls eftir fyrsta leikhluta var aðdáunnarverð og vel gert hjá þeim að gera þetta að leik eftir erfiða byrjun og verður gaman að fylgjast áfram með uppgangi þeirra á tímabilinu, sterkar stelpur þar á ferð. Þær Vida og Okoro eru góðar í að leiða þær áfram. Eru einnig með góða blöndu af heimastelpum, en Helgi að gera góða hluti með þetta lið.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -