spot_img
HomeFréttirHamar sterkari á lokasprettinum

Hamar sterkari á lokasprettinum

 
Fyrsta umferð Iceland Express deildar kvenna hófst í kvöld og í Hveragerði tóku Hamarsstúlkur á móti Snæfell. Leikurinn hófst með rólegheitum og eftir 2 mínútur var staðan 2-2. Mikið jafnræði var á með liðunum í upphafi og staðan eftir 1. leikhluta var 25-21 Hamri í vil en heldur náðu heimastúlkur að slíta gestina frá sér í 2. leikhluta og staðan í hálfleik 52-41. 
Gestirnir náðu að saxa á forskot Hamarsstúlkna í 3. leikhluta og munaði einungis 4 stigum, 64-60, á liðunum fyrir síðasta leikhlutann.
 
Allt gekk upp hjá Hamri í lokahlutanum og sáu gestirnir aldrei til sólar eftir að hafa jafnað metin 66-66 í upphafi. Hægt og rólega sigu heimastúlkur framúr og lauk leiknum með 21 stiga sigri Hamars, 92-71.
 
Atkvæðamest í liði Hamars var Jaleesa Butler en hún gerði "double-double", setti 25 stig og tók 23 fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir gerði 16 stig og Íris Ásgeirs og Slavica gerðu hvor um sig 13 stig. Slavica var einnig með 8 stoðsendingar. Guðbjörg Sverris og Fanney Lind settu 10 stig hvor. Jenný Harðardóttir setti 2 og var með 1 varið skot. Rannveig Reynisdóttir átti flotta innkomu í lokin þegar hún kom ísköld af bekknum og setti niður eina þriggjastiga körfu og var með 1 stoðsendingu.
 
Hjá gestunum var það Jamie Braun sem var langatkvæðamest og gerði hún 31 stig og tók 13 fráköst. Inga Muciniece setti 17 stig og var með 12 fráköst.
 
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfellinga fór hamförum á hliðarlínunni í fyrrihálfleik og kvartaði yfir öllum dómum dómaranna, þeirra Björgvins og Hákons.
 
 
Pistill: Jakob F. Hansen
Ljósmyndir: Sævar Logi Ólafsson
Fréttir
- Auglýsing -