Hamarsmenn sluppu með skrekkinn í frystikistunni í gærkvöld þegar þeir fengu Breiðablik í heimsókn. Leikurinn fór fjörlega af stað en Blikar skörtuðu nýjum þjálfara en sá heitir Jónas Ólason en hann tók við liðinu af Borce.
Tölfræðin var eitthvað að stríða Hvergerðingum og því er erfiðara að rýna í leikinn, en þó getum við sagt ykkur að Hamarsmenn leiddu með 5 stigum í hálfleik 52-47. Í síðari hálfleik voru þó Blikarnir sterkari, en í fjórða leikhluta áttu Hamarsmenn með Julian Nelson í broddi fylkingar gott áhlaup sem skilaði Hamri 7 stiga forskoti, það náðu blikar ekki að brúa nóg, þrátt fyrir að fá lokaskotið og sluppu Hamarsmenn því við framlengingu 93-92. Hjá Hamri voru Örn og Julian atkvæðamestir en Snorri hjá Blikum spilaði stórkostlega, en þessar tölfræði tölur þurfa að koma inn í nýrri uppfærslu af þessum pistli.



