Hamar og Valur áttust við í spennuþrungum leik í frystikistunni í gærkvöld. Síðast höfðu Valsmenn þægilegan sigur en Hamarsmenn ætluðu ekki að láta það gerast aftur.
Leikurinn var jafn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og voru það erlendir leikmenn liðanna sem fóru á kostum, Julian hjá Hamri og Nathan hjá Val. Valsmenn leiddu 18-21 eftir fyrsta fjórðung. Hamarsmenn höfðu þó undirtökin í öðrum leikhluta og fóru inní hlé 3 stigum yfir 39-36.
Í þriðja leikhluta virtust Hamarsmenn ætla að fara með þægilegan sigur og skoruðu þeir trekk í trekk 65-54. Julian kom Hamarsmönnum yfir 71-56 þegar 7 mín voru eftir af leiknum og margir farnir að bóka sigur, en þá hrundi sókninn. Valsmenn tóku áhlaup og staðan skyndilega 72-68 og 3 mín til leiksloka. Þorsteinn setti niður tvö stór stig og munurinn sex stig en Valsmenn skoruðu næstu 5 og staðan 74-73 og 30 sek eftir af leiknum.
Hamar tók leikhlé og hélt svo í sókn, þar fengu þeir þó dæmdar á sig 24 sek og því voru 5,5 sek eftir og Valsmenn með boltann. Þeir töpðu þó knettinum, En það var Julian sem var hetja Hamars og stal boltanum og hélt honum þar til lokaflautan gall, eins stigs sigur heimamanna 74-73.
Julian var atkvæðamestur heimamanna með 30 stig og 8 fráköst, næstur var Örn með 12 stig og 8 frák. og síðan var Þorsteinn með 10 stig og 10 frák., Hjá Val var Nathen með 35 stig og 8 frák. en Illugi hlóð svo í tvennu 11 stig og 15 frák.
Umfjöllun/ ÍÖG
Staðan í 1. deild karla