14:00
{mosimage}
(Marvin Valdimarsson er í banastuði um þessar mundir!)
Þeir undu sér vel í mekka körfuboltans á Laugarvatni Hamarsmenn þegar þeir lögðu þreklitla Laugdæli 76-93 í 1. deild karla í gærkvöldi. Nokkurt jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta sem lauk 14-16 en eftir það skildu leiðir og sigur Hamars var aldrei í hættu þrátt fyrir að Laugdælir næðu góðri rispu undir lokin.
Byrjunarlið Hamars er öflugt og liðið átti ekki í neinum vandræðum með botnliðið sem oft hefur sýnt meiri baráttu. Marvin Valdimarsson skoraði mest Hamarsmanna 37 stig á þeim rúmlega 30 mínútum sem hann spilaði, Jason Pryor skoraði 16 stig, Bragi Bjarnason 12 og Andri Bergsson skoraði 11 stig. Hjá Laugdælum datt Pétur Már Sigurðsson í stuð og skoraði 42 stig, þar af 8 þrista, Viðar Hafsteinsson skoraði 14 stig þar af 4 þrista en skoraði ekkert þegar nær kom körfunni nema úr tveimur vítum. Óskar Þórðarson þjálfari landaði 8 stigum af varfærni. Laugdælir sökknuðu greinilegamleikstjórnanda síns Bjarna Bjarnasonar og þurfa að finna mann sem getur fyllt í það hlutverk. Þeir þurfa einnig að bíta í skjaldarrendur og hækka tempóið í sínum leik til að knýja fram fleiri sigra.
Eftir leikinn í gær er Hamar áfram á toppnum ósigraðir með 20 stig en Laugdælir á botninum með 2 stig eftir einn sigurleik.
Kári Jónsson
Mynd: [email protected]



