Hamarsstúlkur stigu stórt skref í átt að úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í dag þegar þær lögðu Keflavík 97-77 á heimavelli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum. Julia Demirer átti stórleik fyrir Hamar og skoraði 25 stig og tók 16 fráköst. Kristi Smith skoraði 22 stig fyrir Keflavík.
Annar leikur liðanna fer fram í Keflavík á þriðjudag og hefst klukkan 19:15.



