spot_img
HomeFréttirHamar kláraði Þórsara í þriðja leikhluta

Hamar kláraði Þórsara í þriðja leikhluta

Þórsarar mættir í sunnlenskt rok og rigningu í Hveragerði en létu veðrið ekki á sig fá og byrjuðu vel stemmdir og yfir sig öruggir í skotunum fyrstu mínúturnar þegar þeir heimsóttu Hamar í 1. deild karla í kvöld.
Þegar 5 og hálf mínúta var liðin náðu Þórsarar 16-22 forustu eftir 5 stig á skömmum tíma frá Darko Milosevic. Hamar var aldrei langt undan en Þór leiddi eftir fyrsta fjórðung 24-28 þar sem umræddur Darko var kominn með 13 stig. Hamar byrjaði með mikilli baráttu í 2. leikhluta en erfiðlega gékk að koma boltanum ofaní og Þór hélt áfram sínum leik sem skilaði þeim 26-35 eftir tæknivillu og villu á Svavar Pál í byrjun leikhlutans. Heimaliðið fór að sækja meir inn í teig og Ragnar var öflugur í sókninni og skilaði mikilvægum körfum og tveimur troðslum fyrir leikhléið. Hamar jafnaði leikinn og komst yfir þegar um 2 mínútur voru í leikhlé 44-41 og norðanmenn tóku leikhlé. Spenser jafnaði strax eftir leikhlé með 3ja stiga körfu en Hamar náði 4 stiga forustu í lok leikhlutans 50-46 eftir lay-up frá Ragnari og Bjarna formannssyni.
 
Eftir hlé skoraði Þór 5 fyrstu stigin en þá má segja að heimamenn hafi gert út um leikinn á nokkrum mínútum. Hamar skoraði næstu 10 stigin áður en Þórsarar settu 1 víti en í kjölfarið fylgdu 12 stig heimamanna og staðan orðin 73-52. Hér voru Þórsarar ragir að sækja á Bjarna, Svavar og Ragnar inn í teigin og eins stálu Lárus Jónsson og Calvin hjá heimamönnum 4 boltum í byrjun leikhlutans og eins átti Þórsarar varla frákast í leikhlutanum! Allt skipulag var forkið út um veður og vind hjá Þórsurum og staðan fyrir síðasta leikhlutann 79-61.
 
Seinasti leikhlutinn byrjaði líkt og í 3.leikhluta, Svarar Páll tekur sóknarfrákast og setur 2 stig. Má segja að 20 stiga munurinn hafi haldist nánast út leikinn með örfáum stigum til eða frá og fátt sem ógnaði sigri Hamars. Allir fengu að spila í lokin og 98-79 lokastaðan. Hamar situr eftir leikinní 4.sæti en Þórsarar sem áttu mikinn möguleika á 5.sætinu með sigri sitja nú í 7.sæti og varla séns á sæti í úrslitakeppni lengur þar sem ÍA situr í góðri stöðu eftir stórsigur á Breiðablik.
 
Hamar-Þór (24-28) (26-18) (29-15) (19-18) 98-79
Fráköst: Hamar 50 – Þór 27
 
Hjá Þór var Darko bestur með 30 stig og 7 fráköst en Eric J.Palm var með 16 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Miklu munaði að Eric hitti ekki einu 3ja stiga skoti en hann getur sannarlega verið eytraður ef hann byrjar að hitta utan línunnar. Spenser skoraði 15, Stefán 8 stig, Sindri 5, Guðmundur og Sigmundur sitthvor 2 stigin og Baldur Már 1 stig.
 
Hjá Hamri var Calvin Wooten með 27 stig og 5 stoðsendingar. Louie Kirkman var með 19 stig / 8 fráköst. Mikið bar á Ragga Nat sem var með 14 stig/14 fráköst og 27 framlagsstig í kvöld og var að spila sinn besta leik. Eins var Bjarni Lárusar með 14 stig og 11 fráköst(þar af 6 sóknarfráköst), Svavar Páll 6 stig, Lárus 6 stig/5 stoðsendingar, Kristinn Hólm og Bjartmar 4 stig, Emil 3, Halldór og Eyþór2 stig.
 
Umfjöllun/ Anton Tómasson
Mynd/ Úr safni: Ragnar skilaði myndarlegri tvennu í kvöld 
 
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -