spot_img
HomeFréttirHamar jafnar einvígið í miklum spennuleik

Hamar jafnar einvígið í miklum spennuleik

 

Nú í kvöld mættust lið Hamars og Vals í annarri umferð úrslitaeinvígis úrslitakeppni 1.deildar karla. Valsmenn unnu fyrsta leikinn mjög þægilega en Hvergerðingar sáu aldrei til sólar þar. Mikið var undir fyrir bæði lið ……..

 

Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur og komust strax í 8-0, bæði lið  voru mikið að tapa boltanum og var lítið flæði á leiknum til að byrja með. Það tók Hvergerðinga 3 og hálfa mínútu að skora sín fyrstu stig en þeir tóku gott áhlaup í kjölfarið af því og leiddu Hamarsmenn eftir fyrsta leikhluta 17-14. Mikið var um tapaða bolta í þessum leikhluta en bæði lið töpuðu boltanum 7 sinnum hvort.

 

Leikurinn var hníjafn og skiptust bæði lið á að skora. Valsarar komust mest í 6 stiga forystu í öðrum leikhluta sem sýndi manni að leikurinn var að fara að vera jafn til leiksloka, hvorugt lið náði að slíta sig frá hinu. Staðan í hálfleik 37-37.

 

Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað, fínt flæði var á leiknum og miklu hraðari sóknarbolti. Ennþá tókst hvorugu liði að stinga af og skiptust þau á að skora. Hamarsmenn komust 6 stigum yfir en Austin Bracey setti niður þrist og víti og svo fékk Hamar dæmda á sig tæknivillu og Valsmenn komnir yfir aftur.

 

4.leikhluti fór líka kröftuglega af stað en staðan 67-68 fyrir Val þegar leikhlutinn hófst. Oddur Ólafsson fékk sína aðra óíþróttamannslega villu í leiknum og var hann sendur út úr húsi. Við þetta náðu Valsmenn að búa til 8 stiga forystu en Austin Bracey fór mikinn í leikhlutanum og var að raða niður þristum. Hamarsmenn gáfust þó ekki upp og náðu þeim strax aftur. Spennan var gríðarleg síðustu mínúturnar en þegar 41 sekúnda var eftir af leiknum leiddu Hvergerðingar með 3 stigum. Chris Woods bætti svo við og Hamar komnir með 5 stiga forystu og 15 sekúndur á klukkunni. Leiknum lauk með 93-91 sigri Hamars í háspennuleik.

 

Stigaskorið skiptist svona

Hamar: Christopher Woods 36/14 fráköst, Örn Sigurðarson 21, Hilmar Pétursson 19, Erlendur Ágúst Stefánsson 9, Oddur Ólafsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 3

Valur: Austin Magnus Bracey 27, Urald King 20, Sigurður Dagur Sturluson 14, Oddur Birnir Pétursson 11, Birgir Björn Pétursson 8, Þorgeir Kristinn Blöndal 4, Illugi Auðunsson 4, Benedikt Blöndal 3.

 

Lykillinn

Góð hittni og barátta Hvergerðinga skóp þennan sigur í kvöld. Þeir létu Valsmenn aldrei langt frá hendi og hirtu sigurinn.

 

Erfiðleikar

Valsmenn róteruðu á 10 leikmönnum en Hvergerðingar aðeins á 6. Þessi viðureign gæti orðið Hvergerðingum erfið ef þeir rótara ekki betur en það hafðist í kvöld.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun / Axel Örn Sæmundsson

Myndir / Torfi Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -