spot_img
HomeFréttirHamar jafnaði einvígið (umfjöllun)

Hamar jafnaði einvígið (umfjöllun)

22:37

{mosimage}
(Úr fyrri leik liðanna)

Fimmtudagskvöldið 12. mars fór fram annar leikur Hamars og Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Vel var mætt í stúkuna í Hveragerði þar sem áhorfendur létu heyra vel í sér. Haukar sigruðu fyrsta leikinn á Ásvöllum og það var alveg ljóst að mikilvægt var fyrir Hamarsstúlkur að sigra þennan leik.

Í upphafi 3. leikhluta var spennan hvað mest í leiknum en þónokkrir tapaðir boltar hjá báðum liðum gerðu þeim erfitt fyrir og leit ekki fyrsta karfan dagsins ljós fyrr en eftir tæpa 1 og hálfa mínútu. Þá voru vélarnar farnar af stað aftur og skiptust liðin á að skora á víxl. Í stöðunni 23-23 náðu Haukastúlkur að jafna og loks að komast yfir í stöðunni 23-24 eftir vítaskot frá Kristrúnu Sigurjónsdóttur. Eftir þetta var leikur Haukastúlkna ekki upp á marga fiska og eftir 3. leikhluta var staðan 40-30 Hamri í vil.

Þá var seinasti leikhlutinn runninn upp og ljóst var að Haukastúlkur þyrftu að gera eitthvað í sínum málum ef þær ætluðu að fá eitthvað út úr þessum leik. Hamarsstúlkur skoruðu fyrstu tvær körfurnar í 4. leikhluta en eftir það fór Hvergerðíska vélin eitthvað að hiksta og Haukastúlkur skoruðu 8 stig í röð og breyttu stöðunni úr 44 – 30 í 44-38 og var engu öðru líkt en að Haukastúlkur væru komnar á beinu brautina aftur. Ari Gunnarsson var greinilega kominn með nóg af þessu og tók leikhlé. Eitthvað hefur hann náð að smyrja vélina aftur þar sem Hamarsstúlkur fóru í gang aftur og skoruðu 9 stig á móti 3 Hauka og sigruðu glæsilega 53 – 41.

Atkvæðamest hjá Hamri var Julia Demirer sem skoraði 16 stig og hirti hvorki meira né minna en 18 fráköst. Næst henni kom La Kiste Barkus með 13 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.

Hjá Haukum var það Kristrún Sigurjónsdóttir sem var atkvæðamest með 12 stig og 6 fráköst. Næst henni var það Slavica Dimovska með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.

Skemmtilegt var að sjá að þó nokkuð fleiri varin skot áttu sér stað í leiknum heldur en oft áður og voru Hamarsstúlkur með 7 varin og Haukastúlkur með 6.

Pistill: Jakob Hansen

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -