spot_img
HomeFréttirHamar jafnaði einvígið eftir æsispennandi leik

Hamar jafnaði einvígið eftir æsispennandi leik

 

Hamarsmenn unnu Fjölni í æsispennandi leik í Hveragerði í gær. Hamar vann leikinn með 114 stigum gegn 110 eftir framlengdan leik. Chris Woods skoraði 29 stig og tók 17 fráköst ásamt því að gefa 7 stoðsendingar í liði Hamars, en hjá Fjölni var það Róbert sem daðraði við þrennuna með 20 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst.

 

Fyrir leik

Fjölnismenn leiddu einvígið 1-0 og gátu komið sér langleiðina með því að vinna þennan. Hamarsmenn höfðu einungis unnið 3 heimaleiki í vetur og því heimavöllurinn ekkert til þess að hlakka til. Fjölnir hafði einnig unnið alla fjóra leikina milli liðanna í vetur.

 

Kjarninn

Leikurinn var jafn og spennandi mest allan leikinn. Fjölnismenn voru þó alltaf með lítið forskot sem Hamarsmenn voru að elta. Staðan í hálfleik 39-42. Hamarsmenn mættu stemmdari til síðari hálfleiks og náðu mest 17 stiga forskoti 81-64. Fjölnismenn gáfust hinsvegar aldrei upp og jöfnuðu leikinn með 2.1 sek eftir 93-93. Í framlengingunni voru það svo heimamenn sem settu niður stóru skotin og voru svo svell kaldir á línunni. Lokastaðann 114-110

 

Þáttaskil

Góður þriðji leikhluti hjá Hamri varð til þess að liðið náði að byggja upp forskot. Fjölnismenn vissulega jöfnuðu leikinn og náðu leiknum í framlengingu, en Hamarsmenn voru komnir með blóðbragð á tennurnar og vildu sigurinn meira.

 

Atvikið

Óíþróttamannsleg villa. Hamarsmenn voru með unnin leik í sínum höndum þegar Chris Woods slapp einn í gegn og Marques Oliver lamdi hann niður í jörðina. 20 sekundur eftir og Hamar með tvö vítaskot og boltann í stöðunni 93-89. Það varð hins vegar mikið fíaskó þegar Woods var laminn í gólfið og allt á suðupunkti. Niðurstaðann varð sú að Oliver var rekinn út úr húsi Fjölnismegin. Hamarsmenginn voru síðan Bjarki og Kristinn sendir uppí stúku fyrir að æða inná völlinn frá varamannabekknum. Chris Woods fékk tækni villu fyrir hegðun sína líkt og Oddur Ólafsson, Lokaniðurstaðann Fjölnir tvö vítaskot og boltinn. Í sókninni setti síðan Hreiðar niður skot og jafnaði leikinn 93-93

 

Hetjan

Erlendur Ágúst Stefánsson steig upp þegar á reyndi. Var með 5 stig eftir fyrri hálfleik en endar í 28 stigum. Einnig verður að minnast á framlag Hilmars Péturssonar, 16 ára piltur skoraði 7 stig í framlengingunni og 17 stig alls. Mennirnir sem drógu Hamarsliðið með sér sóknarlega. 

 

Einvígið

Hamarsmenn jöfnuðu einvígið og staðan 1-1. Næsti leikur liðanna verður í Gravarvogi á mánudagskvöldið þar sem búast má við gríðarlegri spennu.

 

 

Tölfræðin lýgur ekki eða hvað?

Hamarsmenn voru undir í flest öllum þáttum tölfræðinar ef liðin eru borin saman, Hamar skýtur 48% Fjölnir 49% Hamarsmenn taka 40 fráköst, Fjölnir 44. Hamar 20 stoðsendingar, Fjölnir 29. Það er hins vegar þegar kemur að töpuðum boltum að Hamar hefur vinninginn, 10 tapaðir gegn 24 Fjölnismegin, þar liggur kötturinn grafinn.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Ívar Örn Guðjónsson

Fréttir
- Auglýsing -