spot_img
HomeFréttirHamar í 8 liða úrslit Powerade-bikarsins eftir sigur á Val

Hamar í 8 liða úrslit Powerade-bikarsins eftir sigur á Val

 
Valskonur mættu til Hveragerðis í kvöld en Hamarsstúlkur voru með yfirhöndina í leiknum allan tímann þrátt fyrir að yngri og óreyndari leikmenn Hamars spiluðu meirihluta leiksins. Lokastaðan var 67-50 fyrir Hamar.
Kristrún Sigurjónsdóttir lék aðeins 5 mínútur í liði Hamars en hún fékk högg í andlitið rétt fyrir hálfleik og hlaut skurð á hægra augnlokið og lék ekki meira með.
 
Atkvæðamest í liði Hamars var Jaleesa Butler sem gerði 14 stig og tók 13 fráköst. Fanney Lind Guðmundsdóttir gerði 14 stig. Bylgja Sif Jónsdóttir sýndi ágætistakta á köflum og gerði 8 stig, tók 3 fráköst og var með 2 stoðsendingar. Jenný Harðardóttir gerði 8 stig, Slavica gerði 6, Íris Ásgeirsdóttir gerði 5 og Adda María Óttarsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir og Regína Ösp Guðmundsdóttir gerðu 4 stig. Aðrar gerðu minna.
 
Hjá val var það Berglind Karen Ingvarsdóttir sem skoraði 13 stig en hún tapaði 8 boltum. Sigríður Viggósdóttir var áberandi best hjá Val en hún skoraði 9 stig og tók 10 fráköst og stal 4 boltum. María Björnsdóttir gerði 10 stig, Unnur Lára 7, Kristín Óladóttir 6, Ragnehiður Benónísdóttir 4 og Agne Zegyte 1.
Ljósmynd/ Úr safni: Kristrún fékk skurð á auga í leiknum og lék aðeins í 5 mínútur.
 
Umfjöllun: Jakob F. Hansen
Fréttir
- Auglýsing -