spot_img
HomeFréttirHamar hársbreidd frá úrvalsdeild eftir sigur á Val

Hamar hársbreidd frá úrvalsdeild eftir sigur á Val

Hamar sigraði Val á Hlíðarenda og tók 2-1 forystu í úrslitum um laust sæti í Úrvalsdeild. Hamarsmenn sem enduðu í 5 sæti í deildarkeppninni voru að mörgum taldir algerir aukvissar fyrir úrslitakeppninna en annað hefur komið á daginn. Þeir eru sem stendur einum sigur leik frá Dominosdeildinni þrátt fyrir að hafa 15 sigurleiki á bakinu gegn 17 ósigrum það sem af er vetri.

 

Gangur leiksins

 Líkt og í hinum tveimur leikjum liðanna voru það Valsmenn sem byrjuðu leikinn betur og leiddu 16-8. Þá tóku hinsvegar Hamarsmenn kipp og jöfnuðu 16-16. Nær komust þeir þó ekki og Valsmenn með fínt 25-18 forskot eftir fyrsta fjórðung. Leikurinn virtist ætla að fara í sömu horfur og þegar liðin mætust í leik eitt á Hlíðarenda og Valsmenn voru í góðum gír. Skotin rötuðu rétta leið og vörnin hélt. 33-18 eftir 12 leikmínútur. Hamarsmenn lögðu þó ekki árar í bát heldur þvert á móti sigldu þeir á móti straumnum og náðu muninum niður í tvö stig 44-42. Full mikið af frösum á ferðinni, En úr hálfleiks skrítlum förum við í seinni hálfleik. Liðin skiptust á körfum til að byrja með en Hamar náði þó að slíta sig frá Val um miðbik fjórðungsins og leiða 56-63 þegar honum lauk. Fjórði leikhlutinn byrjaði á sterkum Vals nótum og Urald King þeirra öflugasti leikmaður í dag hóf hanná troðslu, minnstur var munurinn tvö stig þegar Benedikt Blöndal setti niður þriggja stiga skot 63-65 og 7:30 til leiksloka. Hamarsmenn voru hins vegar sterkari á loka kaflanum og svöruðu öllum áhlaupum Vals og uppskáru verðskuldann sigur að lokum 73-82

 

Tölfræðin

Það kemur bersýnilega í ljós að Valsmenn voru ekki að höndla stóru skotin en þeir skutu einungis 19% í þriggja stiga skotunum sínum í kvöld 5/27, og samtals 36% skota sinna utan af velli 30/84 tölfræði sem vinnur seint leiki. Urald King og Chris Woods buðu þó báðir uppá feikna tvennur King með 33 stig og 24 fráköst, en Woods var með 30 stig og 14 fráköst.

 

Framhaldið

Næsti leikur er á Sunnudaginn kemur í Hveragerði en þangað mæta Valsmenn með bakið upp við vegg en ekki er minna undir hjá Hamarsmönnum sem geta með sigri tryggt sér upp í deild hinna bestu. Því má búast við hörkuleik sem allir ættu að fylgjast með. 

 

Tölfræði leiksins

 

Umfjöllun / Ívar Örn Guðjónsson

Fréttir
- Auglýsing -