spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaHamar fallnir eftir heimsókn Grindvíkinga

Hamar fallnir eftir heimsókn Grindvíkinga

Hamar tók á móti Grindavík í Subway-deild karla í gærkvöldi á heimavelli sínum í Hveragerði. Fyrir leikinn höfðu heimamenn tapað öllum sínum leikjum í deildinni, en Grindvíkingar voru á mikilli siglingu með sjö sigurleiki í röð.

Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og höfðu 11 stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta, 13-24. Fyrir lokafjórðunginn höfðu gestirnir fjórtán stiga forskot, 57-71. Heimamenn unnu í því hægt og bítandi að minnka muninn, og náðu honum niður í fimm stig snemma í fjórða leikhluta, 68-73, en komust ekki lengra. Eftir það stigu Grindvíkingar aftur á bensíngjöfina og höfðu að lokum nokkuð öruggan tíu stiga sigur, 87-97. Í kjölfar tapsins er ljóst að Hamar eru fallnir úr Subway deildinni eftir eins árs dvöl.

Deandre Kane var stigahæstur Grindvíkinga með 20 stig, en hjá Hamri var Franck Kamgain stigahæstur með 27 stig.

Fréttir
- Auglýsing -