spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHamar fær króatískan leikstjórnanda - Oddur ekki með í vetur

Hamar fær króatískan leikstjórnanda – Oddur ekki með í vetur

Hamar hafa samið við króatíska leikstjórnandann Toni Jelenkovic um að spila með liðinu í 1.deildinni á komandi leiktíð. Mun hann leysa af hólmi fyrirliðann Odd Ólafsson sem heldur til Spánar í Mastersnám í vetur.

Toni, sem er 22 ára að aldri og 184 cm á hæð, kemur úr unglingastarfi Zadar í Króatíu. Hann lék þrjú tímabil með aðalliði Zadar í efstu deild og kom við sögu í Adriatic deildinni (ABA league), ásamt því að spila með U18 ára landsliði Króata.

Á síðasta tímabili spilaði Toni með liði KK Pula 1981 í næstefstu deild í Króatíu og skilaði þar 15,6 stigum að meðaltali í leik auk 3 stoðsendinga.

Oddur byrjaði í 24 af 25 leikjum sínum með Hamri á síðustu leiktíð og var með 7,7 stig og 4,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur spilað með Hamri megnið af sínum ferli utan tveggja tímabila sem hann var með Val og Þór Þorlákshöfn.

Fréttir
- Auglýsing -