spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHamar enn taplausir á toppi fyrstu deildarinnar eftir sigur á Snæfell

Hamar enn taplausir á toppi fyrstu deildarinnar eftir sigur á Snæfell

Hvernig þróaðist leikurinn ?

Ég held að flestir hafi reiknað fyrirfram með öruggum sigri heimamanna. En það varð ekki raunin. Gestirnir frá Stykkishólmi mættu meira tilbúnir í þennan leik. Held að heimamenn ættu að setja það á bakvið eyrað að leikurinn er aldrei unninn áður en hann byrjar. Það var boðið uppá mikinn hraða, en það má segja að hraðinn hafi verið á köflum of mikill, kapp er best með forsjá. Varnarleikurinn var heldur ekki alveg eins og hann gerist bestur. Snæfell var yfir eftir fyrsta leikhluta 22-25. Annar leikhluti var eign Hamarsmanna 31-22, og allt virtist stefna í tiltölulega öruggan sigur. EN annað var uppá teningum Snæfell vann 3ja leikhluta 21-24. Fjórði leikhlutinn varð síðan æsispennandi og fór 29-29. Hamarsmenn tryggðu sér sigur á loka sekúndum leiksins, í stöðunni 100-100 skoraði Everage Lee af stuttu færi og fékk skot að auki sem hann setti niður og tryggði þar með 3ja stiga sigur Hamarsmanna.                                          

Bestu leikmenn:

Í liði heimamanna voru Everage með 32 stig og Ragnar með 25 stig öflugir í kvöld, Pálmi var að skila sínu undir körfunni en 3ja stiga miðið hjá honum var ekki vel stillt í kvöld. Pálmi var reyndar ekki öfundsverður af því að dekka miðherja gestanna Brandon Cataldo. Fyrir liði gestanna fóru þeir Brandon sem setti 18 stig, og Anders Gabriel P. Adersteg sem setti 39 stig í leiknum í kvöld.

Vendipunkturinn:

Ætli það verði ekki að teljast þegar Brandon Cataldo fer út af með 5 villur. Það gerðist á 36:28 mín/sek. Við það minnkuðu líkur gestana á því að fara með eitthvað heim.

Hvað þýða úrslitin:

Hamarsmenn tylla sér mjúklega á toppinn með fullt hús stiga, næsti leikur er á mánudag fyrir vestan á Ísafirði gegn liði Vestra sem einnig er með fullt hús stiga. Erfitt verkefni sem bíður Hamarsmanna þar. Snæfell fara nokkuð stoltir frá þessum leik en pínu svekktir. Þeir fara næst á Egilsstaði þar sem þeir eiga fyrir höndum erfiðan leik.

Maður kvöldsins:

Fær þjálfari gestanna Baldur Þorleifsson. Sérstaklega gaman að sjá þjálfara sem gefur dómurunum frið til að sinna sínum málum. Sýndi hófsemi og kurteisi í þeim samskiptum, þrátt fyrir að vera ekki alveg sáttur.

Dómarar:

Jóhann Guðmundsson og Ingi Björn Jónsson

Þeir komust ágætlega frá þessum leik.

En að sjálfsögðu komu upp atriði sem menn voru ekki á eitt sáttir með. Stórslysalaust hjá þeim félögum.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / SJÁ

.

Fréttir
- Auglýsing -