spot_img
HomeFréttirHamar deildarmeistari með sannfærandi sigri á Stjörnunni

Hamar deildarmeistari með sannfærandi sigri á Stjörnunni

Smá spenna fyrir leik og í byrjun leiks Hamars og Stjörnunnar í 1. deild kvenna í kvöld og ljóst að Hamar gat tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri en Stjarnan varð að vinna til að geta gert tilkall til bikarsins en þær eiga þó 2 frestaða leiki inni.
 
Fyrsti leikhluti jafn og liðin skiptust á að skora en mikið um mistök á báða bóga en staðan 15-16 fyrir gestina eftir fyrstu 10 mínúturnar. Fyrstu mínútur annars leikhluta voru heimastúlkur grimmari og náðu 9-1 áhlaupi áður en Kjartan tók leikhlé en forystan hélst þetta 5-10 stig fyrir Hamar fram að leikhlé og staðan í sjoppuhlé 32-22. Stjarnan skoraði aðeins 7 stig í leikhlutanum gegn 18 heimakvenna.
 
Ef einhver var að bíða eftir spennandi leik, sem fullt útlit var til, þá skjátlaðist þeim sömu hrapallega því strax eftir hlé tók Hamar leikinn í sínar hendur og rúlluðu 3.leikhluta upp 30-14 og leiddu fyrir lokahlutann 65-35. Allt virtist fara ofan í körfuna hjá heimastúlkum og leikurinn hraðari en áður. Síðasti leikhluti var jafnari en Hallgrímur þjálfari Hamars gat leyft sér að hvíla byrjunarliðið stóran hluta leikhlutans en Stjörnustúlkur hættu aldrei og bættu aðeins í undir lokin og náðu að vinna síðasta leikhlutann 17-20, lokatölur 79-56 fyrir heimastúlkur eins og fyrr sagði.
 
Bestar í liði Stjörnunnar voru Bryndís Hanna með 18 stig/11 fráköst, Kristín Fjóla með 13 stig og Bára Fanney með 11 stig en aðrar minna.
 
Hjá Hamri var Íris Ásgeris með 22 stig, Marín 16 stig, Álfhildur 14 og Jenný 9 stig en Katrín Eik var frákastahæst á vellinum með 12 fráköst, 7 stig og 4 stoðsendingar að auki.
 
Eftir leik afhenti Hannes S. Jónsson formaður KKÍ Hamarsstúlkum deildarmeistaratitilinn við mikinn fögnuð. Stjarnan þarf að vinna 1 af 2 frestuðum leikjum sem þær eiga inni til að komast í úrslitaeinvígi(við Hamar) um laust sæti í úrvaldeild og nokkuð ljóst að þá verður hart barist en útlitakeppni 1.deildar byrjar strax í vikunni eftir páska.
 
Myndir/ Sævar Logi Ólafsson
Umfjöllun/ Anton Tómasson
 
  
Fréttir
- Auglýsing -