spot_img
HomeFréttirHamar bikarhafi HSK í körfubolta karla 2011

Hamar bikarhafi HSK í körfubolta karla 2011

 
Miðvikudaginn 18. maí síðastliðinn fór fram bikarúrslitaleikur í héraðsmóti milli Laugdæla og Hamars í mfl karla í körfuknattleik. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega þar sem Hamarsmenn voru að pressa eftir skoraða körfu og náðu í nokkur skipti að stela boltanum og fá auðveldar körfur í framhaldinnu. www.hamarsport.is greinir frá.
Laugdælir bitu þó frá sér um miðjan leikhlutann og skoruðu sjö stig í röð og héldu þannig í við Hamar þannig að aðeins munaði fjórum stigum á liðunum eftir fyrsta leikhluta (24-20). Annar leikhluti var nokkuð jafn og skiptust liðinn á að ná forystu, Hamarsmenn tóku þó smá fjörkipp í lokin og náðu muninum aftur upp í fjögur stig fyrir hálfleik (40-36).
 
Hamarsmenn komu greinilega betur stemmdir í seinni hálfleikinn og skoruðu fyrstu fjögur stig leikhlutans og munurinn skyndilega kominn upp í átta stig, Laugdælir svöruð þá aðeins fyrir sig og minnkuðu muninn aftur í fjögur stig en stóru strákarnir í Hamri svöruðu að bragði með þremur körfum í röð og munurinn kominn í tíu stig (50-40). Eftir þetta var nokkuð jafnræði með liðunum og að loknum þriðja leikhluta var Hamar komið með tólf stiga forskot (63-51). Fjórði leikhluti varð síðan aldrei spennandi þar sem Hamar jók muninn jafn og þétt og spiluðu ungu strákarnir mikið á þeim kafla. Lokatölur í leiknum voru 92-64 og Hamar bikarmeistari karla í HSK vorið 2011.
 
Fréttir
- Auglýsing -