spot_img
HomeFréttirHamar án Marínar í kvöld og á laugardag

Hamar án Marínar í kvöld og á laugardag

Hvergerðingar þurfa að fylla ansi myndarlegt skarð í sínum hópi í kvöld sem og í leik liðsins næsta laugardag þar sem Marín Laufey Davíðsdóttir er stödd erlendis.
 
 
Hamar tekur á móti KR í kvöld og leikur svo gegn toppliði Snæfells næsta laugardag og verður Marínar vafalítið sárt saknað en hún var kjörin dugnaðarforkur fyrri hlutans í Domino´s deild kvenna.
 
Marín hefur í 14 deildarleikjum með Hamri gert 12,7 stig og tekið 10,4 fráköst að meðaltali í leik.
  
Fréttir
- Auglýsing -