spot_img
HomeFréttirHamar 1-0 yfir ÍA

Hamar 1-0 yfir ÍA

Það var sveiflukenndur leikurinn sem fór fram í íþróttahúsinu í Hveragerði í úrslitakeppni 1. deildar karla þegar Hamar tók á móti ÍA. Hvergerðingar luku leik í 2. sæti deildarinnar og hafa því heimaleikjaréttinn gegn Skagamönnum sem luku deildarkeppninni í 5. sæti.
 
Fyrsti leikhlutinn var þó hnífjafn en liðin skiptust á körfum og staðan 18-18 í lok fyrsta hluta. Annar leikhlutinn var hinsvegar eign Skagamanna.  Zachary fór hamförum og settti hverja körfuna á fætur annari og staðan 32-43 í hálfleik. Í þriðja leikhluta náði hvorugt liðið að gera áhlaup og leit þetta ekki vel út fyrir heimamenn í Hamri. En gríðarlegur viðsnúningur var í leik Hamars í fjórða hluta. Skagamenn fóru að láta dómaranna pirra sig og uppskáru tæknivillu og þar með 5 villuna á Fannar þjálfara liðsins og brekkan framundan brött. Hamarsmenn kláruðu leikinn svo á línunni og komust yfir í einvíginu 73-67. 
 
Julian Nelson spilaði vel hjá Hamri með 31 stig og 16 fráköst. Það má þó segja að þetta hafi verið liðsigur þar sem allir stigu upp þegar á reyndi. Hjá gestunum var Zachary með 31 sttig og 9 fráköst og Fannar fylgdi með 16 stig.
 
 
Mynd:  Julian Nelson átti góðan leik fyrir Hamar í kvöld. (Tomasz Kolodziejski)
Fréttir
- Auglýsing -