spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHallveig leggur skóna á hilluna

Hallveig leggur skóna á hilluna

Leikmaður Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins Hallveig Jónsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Staðfestir hún þetta með færslu á samfélagsmiðlinum Instagram.

Hallveig hefur verið lykilleikmaður Vals frá því hún gekk til liðs við félagið árið 2011. Hún lék 353 leiki í úrvalsdeild fyrir Val og á þeim tíma vann liðið þrjá Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og tvo deildarmeistaratitla. Hún hefur að auki verið fyrirliði liðsins. Hallveig lék öll sín tímabil í meistaraflokki með Val fyrir utan eitt tímabil, en tímabilið 2014-15 var hún á mála hjá Keflavík.

Þá er Hallveig 28. leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi, en frá árinu 2013 til 2021 lék hún 27 leiki fyrir Íslands hönd.

Fréttir
- Auglýsing -