spot_img
HomeFréttirHallveig Jónsdóttir - Pepplistinn Minn

Hallveig Jónsdóttir – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Vals, Hallveigu Jónsdóttur, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Valur fær meistara Snæfells í heimsókn kl. 17:00 í öðrum leik undanúrslitaeinvígis liðanna.

 

 

Hallveig:

 

 

Strákarnir – Emmsjé Gauti
Þetta lag hefur verið fast í hausnum á mér síðan það kom út, mér finnst það einfaldlega rosalega gott og svona frekar rólegt svo þetta er fyrsta lagið á listanum.

 

Eminem – Mockingbird
Ég veit ekki hvað ég get sagt um þetta lag, það er bara snilld.

 

Adele – Hello
Þetta er lag liðsins, við hendum þessu á inn í klefa fyrir leiki og syngjum það saman (ég er ekki að grínast).

 

Really really – Kevin Gates
Þetta er „harða“ lagið sem ég hlusta á fyrir leiki.

 

Hymn for the weekend – Coldplay
Maður kemst alltaf í gott skap við að hlusta á þetta lag, geggjaður taktur og grípandi.

 

Party up in here – DMX
Þetta er svona yfirleitt lokalagið, kemur mér í almennilegan gír fyrir leikinn.

 

Þorparinn – Pálmi Gunnarsson 

Ég ætla bara að viðurkenna hrifningu mína á þessu lagi, alltaf spilað í Hólminum fyrir leiki og ég elska það.

Fréttir
- Auglýsing -