spot_img
HomeFréttirHallgrímur var kátur eftir leikinn gegn Noregi "Geggjað að vera kominn hérna...

Hallgrímur var kátur eftir leikinn gegn Noregi “Geggjað að vera kominn hérna að spila fyrir Ísland”

Undir 18 ára lið drengja lagði Noreg í dag í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð. Íslenska liðið leiddi leikinn allt frá fyrstu mínútu, voru komnir með 16 stiga forystu í hálfleik og unnu leikinn að lokum með 33 stigum, 93-60.

Hérna er meira um leikinn

Hallgrímur Árni Þrastarson var ánægður eftir leik og að vera kominn aftur inn í íslenska landsliðið, en hann skilaði 5 stigum, 6 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta á tæpum 16 mínútum spiluðum.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -