spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHallgrímur tekur við Fjölni

Hallgrímur tekur við Fjölni

Hallgrímur Brynjólfsson hefur tekið við þjálfun Fjölnis í Subway deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Hallgrímur er að upplagi úr Þorlákshöfn, þar sem hann hóf feril sinn sem þjálfari hjá Þór. Síðustu ár hefur hann verið þjálfari sameinaðs liðs Hamars og Þórs í fyrstu deild kvenna ásamt því að hafa verið með yngri landsliðum Íslands. Þá hefur hann áður einnig þjálfað hjá Njarðvík og Hamri.

Fréttir
- Auglýsing -