06:15
{mosimage}
(Tom Port að fara negla honum ofan í)
Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Reynismönnum í gærkvöldi 91-72. Sigur Þórsara var aldrei í hættu en þeir unnu alla leikhluta leiksins.
Þór leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta 24-18 og í öðrum juku þeir muninn og höfðu átta stiga forystu í hálfleik 48-40.
Í seinni hálfleik jókst munurinn og Þór sigraði að lokum 92-71.
{mosimage}
(Þorbergur Heiðarsson í Þór að fara fram hjá Einari Bjarkasyni í Reyni)
Hjá Þór var Hallgrímur Brynjólfsson stigahæstur með 28 stig og Tom Port skoraði 22 stig.
Hjá Reyni var Ólafur Aron Ingvason með 20 stig og Kolbeinn Jósteinsson bætti við 10 stigum.
myndir: [email protected]