spot_img
HomeFréttirHalldór Örn kominn aftur á fulla ferð

Halldór Örn kominn aftur á fulla ferð

 
Keflvíkingar fagna því um þessar mundir að Halldór Örn Halldórsson sé kominn af stað á nýjan leik eftir að hafa misst af allri síðustu leiktíð sökum meiðsla. Halldór glímdi við meiðsli í öxl en fór loksins í Keflavíkurbúning á hraðmóti Stjörnunnar. 
,,Ég er allavega búinn að geta æft án vandræða og komst í gegnum þessa leiki án þess að öxlin væri eitthvað að angra mig,“ sagði Halldór í samtali við Karfan.is og er kappinn því bjartsýnn á framhaldið.
 
,,Ég ætla að taka þetta tímabil með trompi og er í bara sæmilegu formi. En það er hrikalega gaman að vera kominn af stað aftur,“ sagði Halldór sem fór í aðgerð á öxlinni í september 2009 en er bjartsýnn á að meiðslunum sé nú lokið.
 
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Halldór í leik með Keflvíkingum á hraðmóti Stjörnunnar.
 
Fréttir
- Auglýsing -